DV gagnrýni

Fimm stjörnur í DV

DV birti dóm þann 22. desember um bók Braga Ólafssonar Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson. Gagnrýnandi blaðsins gaf bókinni fimm stjörnur af fimm mögulegum og í niðurlagi dómsins segir:

Eins og í flestum af sínum fyrri skáldsögum tekst höfundinum að koma lesandanum á óvart allt fram á síðustu blaðsíðu. Húmorinn vellur sem fyrr af textanum, persónur eru vel skapaðar og aðstæðurnar sem þær eru settar inn í og samtöl þeirra oft átakanlega vandræðaleg og fyndin. Handritið að kvikmynd … staðfestir enn á ný hversu frábær rithöfundur Bragi Ólafsson er.

Kristján Hrafn Guðmundsson

Leave a Reply