Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru kynntar í dag fullveldisdaginn 1. desember. Bók Braga Ólafssonar Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson er eitt af fimm verkum sem eru tilnefnd að þessu sinni.

Þetta er í fjórða sinn sem skáldsaga Braga er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en Gæludýrin, Hvíldardagar og Sendiherrann hafa einnig verið tilnefndar.

Í flokki fagurbókmennta voru eftirfarandi verk tilnefnd:

Bergsveinn Birgisson – Svar við bréfi Helgu, Bjartur
Gerður Kristný – Blóðhófnir, Mál og menning
Sigurður Guðmundsson – Dýrin í Saigon, Mál og menning
Þórunn Valdimarsdóttir – Mörg eru ljónsins eyru , JPV útgáfa
Bragi Ólafsson – Handritið að kvikmynd…, Mál og menning

Leave a Reply