Menningarpressan

Tveir nýir dómar

Dómum um bók Braga Ólafssonar Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson fjölgar ört. Nú þegar hafa birst dómar og umfjallanir í Víðsjá á Rás 1, Kiljunni í Sjónvarpinu, Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og nú síðast á Pressunni (Menningarpressunni) og á Bókmenntavefnum.

Menningarpressan
Kristján Kormákur Guðjónsson skrifar um bókina á Pressan.is og er afar hrifinn. Segir bókina vera bestu bók Braga til þessa og spáir henni Íslensku bókmenntaverðlaununum. Gefur  henni fullt hús eins og Einar Falur á Morgunblaðinu eða fimm stjörnur.

Í niðurlagi dómsins segir:

Í bókinni er hvergi veikan punkt að finna. Þetta er margslungið verk og mögnuð saga. Undirritaður spáir því að Bragi vinni tvöfalt í ár. Honum hefur þegar hlotnast heiður fyrir bestu kápuna. Líklegt verður að teljast að hann verði einnig heiðraður fyrir besta innihald þegar Bókmenntaverðlaun Íslands verða veitt, snemma á næsta ári.”

Bókmenntavefurinn
Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntafræðingur, skrifar um bókina á Bókmenntavefnum. Henni er tíðrætt um vaxandi óreiðu sem hún skynjar í bókum Braga. Þar segir m.a. um mögnun óreiðunnar

Allt nær þetta einhverskonar hámarki í skáldsögunni með langa nafnið, sem hér eftir verður nefnd Handritið. Sú saga er svo óreiðukennd og átakafælin að það er ekki einu sinni alveg ljóst hver er höfundur hennar, eða réttara sagt, hver segir hana, hverjum og hversvegna.

Úlfhildur endar dóminn á þessum orðum:

Það má því svo sannarlega segja að skáldsagan Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson eftir Braga Ólafsson láti engan ósnortinn – né óglaðan.

Leave a Reply