28. nóvember 2015

Mér datt í hug að athuga hvort orðið stássdrengur hefði verið notað á prenti áður en það birtist í skáldsögunni Sögumaður. Þegar ég fletti því upp á netinu kom í ljós að það hafði verið notað einu sinni áður. Það var í þýðingu á sögu eftir Daphne du Maurier, í Morgunblaðinu 28. ágúst 1966. Þar er minnst á „einhvern stássdreng, klæddan til einhverrar skrúðgöngu“.