29. desember 2015

Í bókahillunni minni eru tvær bækur hlið við hlið: Three Soviet Plays og Four Soviet Plays. Three Soviet Plays er pappírskilja frá Penguin-útgáfunni. Kápan er í þremur litum: lillabláum, bleikum og fölrauðum. Hin bókin, Four Soviet Plays, sem gefin er út af Co-operative publishing society of foreign workers in the U.S.S.R., árið 1937, er í brúnum, gráum og öðrum áþekkum tónum. Hún er innbundin og máð á köntunum. Hún er mun meira sovét en sú bleika og lillaða, enda einu leikriti ríkari. Það munar um Harmleikinn upplitsdjarfa eftir Vsevolod Vishnevsky.