11. mars 2016

Í algeru leyfisleysi, en af gefnu tilefni (því birtan úti – utandyra – er að verða fullmikil fyrir minn smekk), langar mig til að birta hérna fimm lína ljóð eftir Óskar Árna Óskarsson. Það kemur úr fyrstu ljóðabók hans, Handklæði í gluggakistunni, frá árinu 1986. Það kallast Vor:

 

Götuljósin kvikna

eitt af öðru

án þess nokkur

taki eftir

fyrr en dimmir