21. mars 2016

Í eins konar formála að endurminningum sínum nefnir Árni Bergmann Thomas Bernhard, og segir hann stórmerkan höfund, en að hann hafi verið fúllyndur. Ég ætla ekki að láta þetta koma í veg fyrir að ég haldi áfram með bók Árna; en samt: þetta er frekar ónákvæm lýsing og villandi. Bölsýni Thomasar Bernhard á ekkert skylt við fúllyndi. Ekkert gleður mann meira en einmitt bölsýni Thomasar Bernhard.