6. apríl 2016

Einn íslandskokkteil? segir hann.

Nei þakka svo heimskt mikið, herr grossist, sögðu þeir, og sá litli feiti fór að taka skjölin uppúr töskunni hjá sér og raða þeim á borðið.

(úr Guðsgjafaþulu e. Halldór Laxness, bls. 17)

 

 

ÍSLANDSKOKKTEILL

– bjór

– skvetta af koníaki

– skvetta af vískíi

– rauðvín

 

 

Ég kom frammúr sekretéraherberginu aftur meðan Íslandsbersi var niðrá marmaranum að kveðja gesti sína. Aungvar sænskar miljónir á borðinu, aðeins þrjú mjólkurglös fleytifull af íslenskum kokkteil; það fjórða hafði húsbóndinn drukkið sjálfur í botn sem fyr segir.

(úr Guðsgjafaþulu e. Halldór Laxness, bls. 20-21)

 

 

Vorið færði mér óhugnanlegan hlátur fábjánans.

(úr ljóðinu Fyrrum, ef ég man rétt eftir Arthur Rimbaud – þýð. Jón Óskar)