4. maí 2016

notre-dame-picture-4

HÖFUÐBORGIR

 

Í ljóði eftir Max Jacob er sagt frá manni sem kom til borgar einnar frá París, vegna þess að í París voru ekki nógu margir læknar fyrir alla þá sjúkdóma sem hrjáðu hann. En það eru ekki bara manneskjurnar sem þjást af því sem við í örvæntingu okkar köllum dóma – það eru ekki bara þær sem þurfa aðstoð. Borgirnar þjást ekki síður: höfuð þeirra hafa enga stjórn á því sem búkurinn aðhefst. Það sem hrjáir hina ungu borg Reykjavík er til dæmis svo margt – og svo flókið – að til að sjúkdómsgreina hana þurfa skáld hennar og rithöfundar utanaðkomandi aðstoð.