18. júní 2016

Andrés Iniesta gærdagsins. Spánverjar. En nú þori ég ekki að segja meira í bili. Ég ætla að vera öruggumegin (er þetta orð til? allt í einu fannst mér það svo skrítið); ég ætla að bíða eftir úrslitum dagsins. Ísland er að fara yfir um. „Hinn ákveðni greinir íslensku leiklýsendanna“ (er þetta orð líka til?) verður að bíða. Ég spái því að Íslendingar tapi fyrir Ungverjum, 0 – 2. En ég vona að þeir vinni. Og ef þeir vinna, þá vinna þeir 1 – 0. Og ég ætla að leyfa mér að birta aftur hina erótískt þrungnu ljósmynd (eða er þetta málverk?) af fráfarandi forseta Íslands og Ratzinger páfa, í tilefni af því að núna er vika þangað til Guðni Th. verður kosinn nýr forseti landsins. Og gæla við þá hugmynd að einhvern tíma fái Guðni af sér mynd með núverandi páfa. En nú ætti ég ekki að segja meira; ég er farinn að hafa á tilfinningunni að ég sé frekar sannspár maður. Það fer mér ekki vel. En atriðið á Austurvelli í gær var stórkostlegt! Forsætisráðherra Íslands er furðulegur maður, í merkingunni stórskrítinn, eiginlega alveg vonlaus, ekki viðbjargandi. 0 – 0 fyrir honum. En vonandi 3 -1 fyrir íslenska landsliðinu í dag (þetta er ný spá: 3 – 1; ég þori ekki að taka sénsinn á að það verði vitnað í 0 – 2 spána mína – ekki fyrr en hún rætist).

Unknown-1