28. júní 2016

Það var ekki leiðinlegt að fylgjast með Færeyingunum gleðjast yfir leiknum í gær. Eiginlega jafn gaman og að horfa á górilluna Joe Hart þegar loftið var úr henni í leikslok. Og svo er eitt: færeyska ætti að vera hið alþjóðlega fótboltamál, eins og franska er hin opinbera tunga póstsamgangna í heiminum. Sjá hér: „Fyri løtu síðan brendu ensku leyvurnar seg av íslendskari grótbræðing. Ensku stjørnurnar fingu bara ikki pláss at spæla, og hvørja ferð Rooney, Vardy ella Sterling vóru um skræða seg leysar, kom ein gróthørð takkling og steðgaði teimum.“