17. ágúst 2016

Ég birti í gær ljóð Nezvals, Tunglskin. Um kvöldið fór ég síðan að fletta í öðru verki eftir annan höfund, en með sama titli: Moonlight eftir Harold Pinter:

 

„Rationality went down the drain donkey´s years ago and hasn´t been seen since. All that famous rationality of yours is swimming about in waste disposal turdology. It´s burping and farting away in the cesspit for ever and ever.“

 

Það var Ian Holm, í hlutverki Andys, hins deyjandi föður í leikritinu, sem fór með þessar línur í frumuppfærslu verksins. Það skiptir öllu máli hver fer með svona línur – þær myndu aldrei hljóma vel úr mínum munni.

 

Andy aftur, örlítið síðar í leikritinu:

 

„I would never use obscene language in the office. Certainly not. I kept my obscene language for the home, where it belongs.“

 

Ég get ekki beðið eftir að sjá Ian McKellen og Patrick Stewart í nýrri uppfærslu á No man´s land í London í desember; það verður í fyrsta skipti sem ég sé leikrit eftir Pinter á sviði í öðru landi en Íslandi. En ég verð víst að bíða. Það eru ýmsar leiðir til að telja manni sjálfum trú um að tíminn líði hraðar en hann gerir á klukkunni, en samt engin til að láta hann líða hraðar. Ég þekki að minnsta kosti enga.