6. ágúst 2016

Í tilefni dagsins: nokkurra mínútna brot úr hinni dásamlegu bíómynd Býkúpunni (La colmena) eftir spænska leikstjórann Mario Camus, þar sem meðal annarra persóna (og þær eru margar) er hommaparið Suárez og Pepe. Myndin er byggð á skáldsögu Camilo José Cela. Ég varð mér úti um eintak um daginn, og horfði á hana í (giska ég á) sjöunda skiptið. Hún eldist jafn vel og hið roskna fólk sem venur komur sínar á kaffihúsið í Madrid, miðpunkt myndarinnar: