2. september 2016

„I love the smell of napalm in the morning,“ sagði Bill Kilgore ofursti. Ég þekki sjálfur ekki lyktina af napalmi; það sem ég aftur á móti elska á morgnana er að hlusta á hið Elektróníska ljóð Edgars Varèse, og síðan í framhaldi á hinn Djúpa svarta svefn sama höfundar – eftir það er klukkunni óhætt að verða níu. Og þá er maður líka vaknaður.