26. október 2016 (aukafærsla)

Það er auðvitað spurning hversu hátíðlega á að tala um nóbelsverðlaun í bókmenntum, en ég get samt ekki annað en verið sammála þessum orðum – ef, það er að segja, nóbelsverðlaunin hafa einhverja dýpri merkingu en að vera bara einhver verðlaun sem hópur fólks kemur sér saman um að veita einstaklingi:

 

For almost a quarter of a century, ever since Toni Morrison won the Nobel in 1993, the Nobel committee acted as if American literature did not exist — and now an American is acting as if the Nobel committee doesn’t exist. Giving the award to Mr. Dylan was an insult to all the great American novelists and poets who are frequently proposed as candidates for the prize. (Adam Kirsch, New York Times, 26. okt.)

 

Og alveg er ég viss um að Dulúðarmaðurinn (eins og Guðmundur Andri kallaði hann um daginn: Bob frá Duluth) er sammála Adam Kirsch. Enda er umræðan um það hvaða tónlistarmaður eigi næst að fá nóbelsverðlaun í bókmenntum farin að verða nokkuð áberandi. Ég hallast að Rufus Wainwright, þó ekki væri nema fyrir textann í laginu Montauk. Sem sagt: mér finnst líklegt að Rufus Wainwright verði næsti handhafi nóbelsverðlaunanna í bókmenntum frá þessu svæði í heiminum (Bandaríkjunum/Kanada) – ég óttast nefnilega að Leonard Cohen og Joni Mitchell verði fallin frá þegar sænska nefndin horfir næst til Kanada/Bandaríkjanna í sínum ákvarðanatökum.