3. október 2016

Þegar ég horfði á útgöngu fráfarandi formanns Framsóknarflokksins (meðvituð ofstuðlun) í Háskólabíói gærdagsins, varð mér strax hugsað til fyrstu sögunnar í nýja smáprósasafninu frá Gyrði Elíassyni, Langbylgju. Sagan heitir Fallið, og segir frá kófdrukknum dönskum svínabónda um borð í flugvél frá Czech Airlines á leið frá Prag til Kaupmannahafnar. Ég ætla ekki að útlista söguna frekar – ég skora bara á fólk að ná sér í bókina og lesa – en það sem gerist er allsvakalegt; ég get lofað því. En var það eitthvað svakalegt sem gerðist í Háskólabíói gærdagsins? Var það ekki bara eðlilegt framhald þeirrar atburðarásar sem Framsóknarflokkurinn hefur hannað síðustu vikur og mánuði? „Eðlilegt framhald“? Tónlist dagsins í dag kemur frá Rod Stewart: