15. febrúar 2017 (aukafærsla nr. 2)

Mér varð á að detta inn á netið núna rétt áðan, og rak augun í grein á Starafugli eftir Sverri Norland um rithöfundinn Guðberg Bergsson. Nú verð ég að játa að um síðustu helgi punktaði ég hjá mér stutta færslu um viðtal Eiríks Guðmundssonar við Guðberg Bergsson, eða eintal Guðbergs Bergssonar öllu heldur, en hætti við að birta þau orð, vegna þess að umfjöllunarefnið fannst mér svo niðurdrepandi (sem bendir þó líklega fremur til þess að mér sjálfum tókst ekki að hugsa eitthvað upplífgandi út frá því). Grein Sverris um þvaðrið og nátttröllsháttinn í Guðbergi er aftur á móti svo vel orðuð að mér finnst ég absólút þurfa að dreifa henni (þótt þessi miðill hér sé ekki öflugasta dreifingarmiðstöð sem fyrirfinnst):

 

http://starafugl.is/2017/net-og-natttrollin-hans-gudbergs-bergssonar/