23. mars 2017 (aukafærsla)

Í fyrri færslu dagsins, sem sett var inn fyrir varla meira en hálftíma, slæddist inn innsláttarvilla, sem mér finnst ekki annað við hæfi en að leiðrétta, sérstaklega vegna þess að um ljóð er að ræða. Í síðustu setningu fyrra erindis ljóðsins stóð „þð“, þar sem átti að standa „það“. Ég biðst velvirðingar á þessu, en ætla þó einungis að leiðrétta mistökin hér í aukafærslunni, og læt því villuna „halda sér“ í upprunalegu færslunni (því ef rétt skal vera rétt, þá er villan ekki upprunnin hjá mér, heldur þar sem ljóðið varð á vegi mínum, í fjölmiðlinum Stundinni á netinu). Hins vegar langar mig til að bæta við öðru ljóði, því enn standa yfir Dagar ljóðsins; ljóði sem að efni, og hugsanlega í stíl, tengist ljóði Brynjar Níelssonar frá í gær.

UM KAUP VOGUNARSJÓÐA Á HLUT Í ARIONBANKA

„Auðvitað er það nú kannski ekki það jákvæðasta sem maður heyrir en menn verða þó að hafa í huga að það er í sjálfu sér ekki ólöglegt að tengjast Caymaneyjum eða öðrum slíkum svæðum.“

(Óli Björn Kárason, formaður efnahagsnefndar, 22. mars 2017)