30. mars 2017

Íslenska þjóðin, önnur en sú sem kaus Sjálfstæðisflokkinn, Viðreisn og Bjarta framtíð (eða hélt hún væri að kjósa Bjarta framtíð), hefur lært að trúa ekki orði af því sem forsætisráðherra vor lætur út úr sér. Ef forsætisráðherra segir að rannsókn á sölu ríkisins á Landsbankanum til Sjálfstæðismanna sé ekki aðkallandi er sú rannsókn mjög aðkallandi. Hún beinlínis æpir á að vera gerð. En Sjálfstæðisflokkurinn ræður. Af því að Björt framtíð vildi það.

ps. myndin af Geir Haarde utan á Fréttablaðinu í dag segir meira en mörg þúsund milljón orð. Þetta er sá sem bað Guð að blessa tæplega helming þjóðarinnar. Sem Guð síðan gerði.

Unknown