4. apríl 2017

Ég veit ekki hvort Sigurður A. hefði haft gaman af þessu, eða hvort hann þekkti þetta, en þetta er grískt:

Nei, líklega var Sigurður of mikill dansari í sér til að kunna að meta þetta til fulls. En svo sé ég hann líka alveg fyrir mér finna rétt dansspor við þessa músík. Ég þekkti Sigurð ekki mikið, en nógu mikið til að vera honum þakklátur fyrir margt, ekki síst þýðingar hans á James Joyce – hann þurfti að finna upp nokkur erfið dansspor þar. Og mér fannst alltaf gaman að vera í kringum hann, og heyra hann tala, því mér fannst oft eins og munnur hans væri ekki nógu öflugt tæki til að hann gæti komið hugsunum sínum frá sér á réttum hraða. En umfram allt fannst mér Sigurður vera sérstaklega velviljaður manni.