23. júlí 2017 (aukafærsla)

Sem betur fer er ég þeirrar gerðar að geta viðurkennt eigin mistök. (Kannski ekki alltaf – viðurkenni það líka.) Og nú þarf ég að viðurkenna mistök af minni hálfu, mjög svo nýleg. Ég nefndi í færslunni rétt áðan að fyrrv. forseti Íslands hefði hallast í áttina að páfa – orðaði það meira að segja þannig að hann væri að detta á páfann – en það er heldur betur rangt: Ólafur Ragnar er við það að detta aftur fyrir sig (í áttina frá páfanum). Skil ekki hvernig eitthvað svona gat gerst fyrir mig, að muna ekki svona grundvallaratriði. En þá er það frá – mistökin viðurkennd.