2. október 2017

Sigurður Pálsson er einn þeirra höfunda sem manni verður hugsað til þegar maður hefur skrifað eitthvað, og þykist þurfa á staðfestingu að halda um hvort skrifin séu í lagi: Hvað ætli Sigurði finnist um þetta? Hvernig myndi þetta hljóma á frönsku? Mér er sérstaklega minnisstætt þegar við Sigurður vorum saman á ljóðahátíð í Liège í Belgíu fyrir rúmlega tíu árum, og hann útskýrði fyrir mér fagurfræði sína hvað varðaði treflanotkun og litaval á treflum; hvað það væri sem réði því hvort hann setti á sig hvítan eða rauðan trefil, eða einhvern annan lit. Mér dettur ekki í hug að líkja saman klæðaskáp og fatavali okkar – hans var öllu raffineraðra en mitt – en mér verður samt alltaf hugsað til Sigurðar þegar ég bind svarta trefilinn minn um hálsinn – eina trefilinn sem ég á, og þar með eina litinn á trefli sem er að finna í mínum skáp – og ég gruna mig um að vera heldur fátæklegur í andanum að hafa ekki úr fleiri litum að velja. Nú fer útför Sigurðar fram í dag. Það er skrítin tilhugsun, en auðvitað er Sigurður ekkert farinn; hann heldur áfram að vera til staðar. Ég segi bara ævinlega, eins og Kristín …