26. október 2017 (aukafærsla)

„Þegar ég nefndi orðið krossmark fannst mér það hljóma eins og titill á skáldsögu.“

„Það er titill á skáldsögu.“

„Það á bara eftir að skrifa hana.“

„Ég fletti upp krossmarki á Vísindavefnum. Ég man ekki eftir að hafa gert krossmark yfir mínum húsdýrum áður en ég hef sleppt þeim á beit, en svona lítur þetta út.“

Af hverju signir maður sig?

Krossmarkið er eitt helgasta tákn kristninnar. Menn báru og bera enn kross í keðju um hálsinn, hafa krossa uppi á vegg eða yfir dyrum og svo framvegis. Áður fyrr gerðu menn krossmark yfir öllu sem þeir vildu biðja fyrir eða blessa. Til dæmis gerði fólk krossmark yfir húsdýrum sínum áður en þeim var sleppt á beit. Þá gerðu menn krossmark yfir börnum sínum og sjálfum sér. Var það bæði hugsað til að bægja frá öllu illu og til að helga sig Guði. Margir signa sig áður en þeir fara í hrein föt eftir að hafa verið í baði. Það er meðal annars gert til að minna á skírnina sem er nokkurs konar bað.