26. október 2017

„Leiðin liggur í Smáralind í dag.“

„Vegna þess að á morgun liggur hún út á land.“

„Allan gærdaginn stórsá ég eftir að hafa ekki haft músík í gær – mér finnst ég verða að nefna það.“

„Og þess vegna hlýt ég að bæta mér það upp í dag.“

„Ég ætla samt ekki að leita langt yfir skammt. Ég ætla að fletta upp í vinnugögnum.“

„Cría cuervos hlýtur að vera með betri bíómyndum.“

„Og ekki hægt að ímynda sér hana með annarri tónlist en þar hljómar.“

„Fyrst Mompou.“

„Og síðan Jeanette.“

„Hvenær ferðu í Smáralind?“

„Þegar ég hef ákveðið hvar ég set krossinn.“

„Krossmarkið?“

„Nákvæmlega.“

„Einmitt.“

„Nú finnst mér eins og ég sé að vitna í Guðmund Haraldsson þegar ég segi einmitt.“

„Algerlega.“