28. október 2017

Planið var að 28. október 2017 yrði hvíldardagur í heimi „kaflans“, og hann heldur í raun áfram að vera það, nú þegar dagurinn er sirka hálfnaður (og „næsti“ hefur flúið þéttbýlið); en,

„það má eiginlega ekki hjá líða að benda lesanda „kaflans“ á þessa „færslu“ Jóns Trausta Reynissonar, ritstjóra Stundarinnar, mannsins sem færði okkur (að minnsta kosti mér) hugtakið róttækur óheiðarleiki“:

https://stundin.is/grein/5706/kostnadurinn-vid-oheidarleikann/

„Eygið góðan dag“ (eins og Hermann Stefánsson orðaði það þegar ég hafði ráðlagt honum að „njóta dagsins“).“

„…“

Á maður dag?“

„Nei, en maður getur komið auga á hann. Ég var til dæmis á labbi áðan í dreifbýlinu, og ég sá að það var dagur, ekki nótt. Ég hefði tekið eftir því að það væri nótt, en það var það ekki – það var ekki nótt – jafnvel þótt snaran í hlöðunni í landi Kolsstaða héngi ennþá niður úr burðarbitanum.“