9. október 2017 (aukafærsla)

Ansi var „maðr“ nálægt því: ég spáði tveimur mörkum í leiknum í kvöld (1 – 1), nema að þau röðuðust öðruvísi en ég hafði ætlað. Maðr er orðinn enn meiri áhugamaður um Ísland en áður; það eina sem maðr óttast núna er að Sjálfstæðisflokkurinn græði á þessu eftir tæpar tvær vikur. En slíkar áhyggjur eru allt í einu gleymdar núna – þangað til á morgun. (Núna er maðr svolítið að rifja upp sinn eigin feril í „knattspyrnunni“, þannig að þessi færsla verður ekki mikið lengri en þetta – maður verður að hafa smá tíma fyrir eftirsjá og hugsanir um glötuð tækifæri.) Af svölunum í fjármálahverfinu (áðan) sá maðr flóðljósin á Laugardalsvelli, og … (nú er verið að draga mig út á svalir til að fagna aftur – úr fjarlægð – þannig að þetta verður ekki lengra í bili).