18. nóvember 2017 (aukafærsla, allt að því næturpóstur)

Fyrir sirka átta árum var Davíð Oddsson ráðinn sem ritstjóri Morgunblaðsins. Mjög margt fólk ákvað á þeim tímapunkti að eiga ekki samskipti við blaðið vegna þessa – en kannski finnst mér það bara hafa verið „margt fólk“ vegna þess að ég þekkti nokkra „aðila“ innan þess hóps. Sá „hópur“ er reyndar ekki til lengur. En Davíð Oddsson er ennþá ritstjóri blaðsins. (Auðvitað er mjög freistandi að láta sig detta í söng, og einhvers konar „hallgrímsku“, og kveða eitthvað á þá leið að það hafi verið „fyrir átta árum / að ég kvaddi þig í sárum“, en svoleiðis lætur maður ekki eftir sér – maður verður að passa sig.)