18. nóvember 2017

Hið óvænta hefur gerst. Upplag ljóðabókarinnar Öfugsnáði kom til landsins frá Eistlandi í gær. (Reyndar gerðist svolítið með kápu bókarinnar, svolítið ófyrirséð, en allt um það verður að bíða annarrar færslu.) Í bókinni eru um það bil 30 ljóð (ég hef ekki talið þau nákvæmlega), og eitt þeirra ljóða birtist, án titilsins, utan á kápunni – það er stysta ljóð bókarinnar:

EINS KONAR MILLIFYRIRSÖGN

Áður en orðin röðuðust saman

voru öll þessi ljóð til í huganum.

Nú á bara eftir að losa þau við titlana

og taka þau í sundur.