3. september 2018

„Það er ekkert sem bendir til þess að Donald Trump bandaríkjaforseti sé geðveikur, sagði Óttar Guðmundsson geðlæknir í Morgunútvarpinu á Rás2 í morgun. (Ég las þetta á vef Ríkisútvarpsins.) Ég hlusta sjálfur aldrei á Rás2, bara Ríkisútvarp nr. 1. Og breska ríkisútvarpið. Aldrei á Rás2 – veit varla hvað það er, þótt ég muni vel eftir fyrstu útsendingu þessarar „Rásar2“, eins og hún er kölluð; ég vann þá hjá Póstinum, það var stuttu eftir að Pósturinn flutti upp í Ármúla. Og talandi um Póstinn (einkafyrirtækið, ekki ríkis-). Ég sagði frá því um daginn, á Leslistanum (leslistinn.is), að ég hefði fengið afhenta í Síðumúlanum, á pósthúsinu, bók sem ég pantaði frá Englandi, og að bókin hefði verið blaut í gegn í pakkanum, sem sagt ónýt. (Það er að vísu hægt að nota hana, eftir að ég þurrkaði hana á ofninum í nokkra daga, en hún er ansi furðuleg í laginu, eiginlega sprenghlægileg.) Eins og mér bar að gera, samkvæmt tilmælum starfsmanna Póstsins, sendi ég tjónaskýrslu, og fór fram á að fá bókina endurgreidda, og helst að þeir pöntuðu hana aftur fyrir mig (því hún hafði blotnað í þeirra vörslu, eftir að hún kom til landsins); en ég veit ekki til hvers fólk er beðið um að fylla út tjónaskýrslu, verði sendingar fyrir tjóni, því mér var sagt í tölvupósti (mörgum dögum eftir að ég sendi tjónaskýrsluna) að ég fengi tjónið ekki bætt; þeir bættu ekki svona tjón. Ég hef ekki ákveðið hver verða næstu skref í þessum samskiptum mínum við einkafyrirtækið Póstinn. Kannski skrifa ég bara smásögu, og sel hana í Lesbókina. En hér er næsti „teaser“ – það er að komast hefð á þessa „teasera“ mína: