IV. septembre 2.018

Rétt í þessu er ég að gera mér grein fyrir að dagurinn í dag gleymdist. Fjórði september, árið 2018 – þess dags verður því líklega minnst fyrir að hafa gleymst. Það hefur líka gleymst að birta úrslit leiksins milli íslenska kvennalandsliðsins og þess tékkneska, sem ég hef fyrir satt að hafi verið leikinn á Laugardalsvellinum. Ég sá á einhverjum miðlinum, það var um fjögurleytið, að Tékkar hefðu skorað í sinni fyrstu sókn í leiknum, en svo hafa ekki komið neinar frekari fréttir. Kannski voru ekki fleiri sóknir. Ég giska á að leikurinn hafi farið 0 – 0 – að þetta fyrsta mark Tékkanna hafi verið dæmt af að leik loknum – eða gleymst. Það hlýtur að geta gerst, að skoruð mörk gleymist. Ég ætla hins vegar að reyna að muna eftir deginum á morgun. Og spila einhverja músík.