Hin ókomnu svör

Það var sem úlfaldar riðu yfir fjallið
og fjallið bærðist

fyrir vindi hins mikla spámanns.

„Hingað er ég kominn til að vera
og orð mín færi ég ykkur
einsog líf mitt á börum
hins feiga manns.“

Og hjörðin sá hið gráa ský
og greindi hin ókomnu svör
himnanna.

„Sæll er sá
sem hefir fararskjóta
og fjall að baki.“