Landkönnuðirnir

Þegar landkönnuðirnir knýja dyra

kaldir og þreyttir

eftir langa ferð

verður allt gert

sem í mannlegu valdi stendur

til að kveikja upp í ofninum.

Flauelskoddarnir

verða færðir inn í stofu

og eftir að ofninn nær hæfilegu hitastigi

verður hressing borin fram

og það er hressing sem hæfir

hvaða landkönnuðum sem er: Martini

með klaka

og þykkri sítrónusneið: Martini

Dry

og japanskt te;

svart eða grænt

eftir smekk hvers og eins.

Við þetta mega þeir ylja sér

þar til forvitni okkar

knýr dyra hjá þeim; hvers vegna

leituðu þeir ásjár hjá okkur, hvaða neyð

hafði leitt þá út úr óbyggðunum, en þá

– vegna hitans frá ofninum –

hefur sigið á þá höfgi og þeir svara

engu; halla sér aftur

eins og hnígandi sólir,

ekki vanir að svara fyrir komu sína.

Leave a Reply