Vegfarendur

„Hvað þér skynjið umhverfið á skringilegan hátt,“ segir eistneski ferðalangurinn, sá sem ég hef reynt í rúman stundarfjórðung að lýsa fyrir leiðinni frá Ingólfsstræti að Nönnugötu. „Þótt ég muni aldrei rata þessa flóknu leið,“ segir hann, „ hafið þér gert yðar besta til að liðsinna mér, á því er enginn vafi.“

Fundur okkar fer fram í mestu vinsemd. Ég segi honum frá dvöl minni í föðurlandi hans fyrir nokkrum árum og hann launar mér hjálpsemina og spjallið með því að rekja fyrir mér stystu leiðina frá ráðhústorginu í Tallinn niður á ferjubryggjuna við Kirjálabotn.

Leave a Reply