Innan ramma hússins

Það er von á nýjum leigjanda í húsið,

hann kemur í staðinn fyrir fjölskylduna.

Ég hef þegar ákveðið að vingast við hann;

fyrst ætlum við að heilsast með handabandi,

svo segi ég honum frá einhverju spaugilegu

sem gerst hefur í húsinu.

Og þá býður hann mér

þótt gólfið sé allt þakið bókum

og engin tjöld fyrir gluggum.

Svo sest ég í eina stólinn sem ég sé

og rek augun í myndir af andlitum í römmum

sem sum hver bera svip af honum.

Hann fer eitthvað að afsaka óreiðuna

og þá fæ ég aðra hugmynd sem ég orða við hann:

að gaman væri að skiptast á myndum;

hann fengi myndir af fólkinu mínu,

ég af fólkinu hans.

Hann afsakar óreiðuna öðru sinni.

Það er von á honum innan stundar.

Leave a Reply