Gæludýrin

Bragi Ólafsson sendi árið 1999 frá sér skáldsöguna Hvíldardaga sem vakti mikla athygli og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og menningarverðlauna DV.

Gæludýrin sem kom út árið 2001 á vegum Bjarts bókaforlags er gerólík saga en Bragi heldur þó áfram að fjalla um fólk sem þarf að taka litlar en mikilvægar ákvarðanir. Að segja já eða nei er ekki eins auðvelt og maður ímyndar sér oftast. Þetta er grátbrosleg saga um hinn mikla harmleik sem líf okkar er. Gæludýrin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2001 og Menningarverðlauna DV.