Borgir reistar á trjátoppum

Á milli íbúðablokkanna eru grá svæði, eins konar leiksvæði, eins og sjást í breskum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum um láglaunafólk. Þarna er lífinu lifað í svipaðri óvissu og annars staðar; hræðslan við morgundaginn hefur fyrir löngu skotið rótum í hugum borgarbúa. Nicholas segir til dæmis við Jennifer: „Mér líður illa. Mér líður það illa að ég sé ekki ástæðu til að reyna að draga fram lífið öllu lengur.“ Og Jennifer segir við Nicholas: „Mér líður heldur ekki vel. Það er þó ekki víst að það sé slæmt ástand.“ En það er ekki verið að hlusta á þau. Það er ekki einu sinni verið að taka af þeim mynd. Þótt vindurinn eigi það til að gera áhlaup á trén, þó hann stjaki af og til við háum greinunum, standa borgirnar á trjátoppunum óhaggaðar og heilar.

Leave a Reply