Út um stofugluggann

Nýkominn heim frá tannlækninum, með þunga og dýra deifingu í gómnum, er andlit mitt í huganum allt annað en það var. Mér verður litið út um stofugluggann minn, yfir kirkjugarðinn gamla. Það er þar, við garðinn, sem ég bý. Það er þaðan sem ég stjórna lífi mínu. Hversu margir eru þeir tannlæknarnir sem liggja í garðinum? Voru þeir deyfðir áður en þeim var holað niður?

Leave a Reply