The Absence: A new novel

Fjarveran bókakápa
The Absence (Fjarveran)

Ármann Valur Ármannsson is an Icelandic scholar and proof-reader. Most of his life he has read texts by other people but now, when he’s into his sixties, he has started to wonder if he should maybe focus on his own writing. The only published work by him is a 218 word text that his friend, the composer Markús Geirharður, set to music he wrote for a voice, strings, and radio waves. The work was published on a record but was not widely know, as it was a very progressive and unusual work of art. The text is also remarkable for the fact that possibly – in fact it is very likely – there is important information regarding an unsolved mystery with a disappearance, which happens to be the most famous case in Icelandic criminal history, the Case of Geirfinnur. Ármann wrote the text after eaves-dropping in on a conversation between two men in the restaurant/discotheque Klúbburinn in November 1974, two days before Geirfinnur disappeared. No-one aside from Ármann and Markús knows anything about the real meaning of the text, not even the singer who performed it on the recording. But important information is no longer exciting when it is out in the open. And who better to judge the importance of suspense than the proof-reader?

Ný ljóðabók

Rómantískt andrúmsloft er ný ljóðabók eftir Braga Ólafsson. Í henni eru 31 ljóð, flest ort á síðustu tveimur árum. Fríða Björk Ingvarsdóttir fjallaði um bókina í Víðsjá á Rás 1 og var mjög hrifin. Úlfhildur Dagsdóttir birti einnig dóm um bókina á bokmenntir.is.

Gagnrýnandi Morgunblaðsins, Baldur A. Kristinsson, gaf bókinni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Þar segir m.a.: „Sem fyrr segir eru feilsporin fá í Rómantísku andrúmslofti, og sum ljóðanna eru hrein snilld. Hér má finna sömu lágstemmdu kímni og sömu óvenjulegu sjónarhorn og lesendur þekkja úr fyrri ljóðabókum Braga. Þó er ekki laust við að heildartónninn sé ögn alvarlegri og djúphugulli en áður.”

Hér er fyrsta ljóð bókarinnar, Kínverska sendinefndin:

Kínverska sendinefndin

Við tjörnina í Reykjavík
vex fífill. Og við hlið þessa fífils
vex annar – þetta er rétt hjá styttunni
af ljóðskáldinu á bekknum.

Stutta stund
er eins og myndin af fíflunum
og styttunni og bekknum
sé mannlaus, ef frá er talið skáldið

sem einu sinni var styttan,
og stöku bíll á tjarnarbrúnni
með manneskju innanborðs.
En þá taka að heyrast úr fjarskanum

skóhljóð á stétt, og það er ekki
eins og einhver ein manneskja
sé þar á ferð heldur fleiri:
þær eru tvær; þær eru þrjár,

þær eru fjórar, ef ekki fimm:
mitt óþroskaða ímyndunarafl
ræður ekki við þann fjölda
sem þau fela í sér, skóhljóðin.

Bókina má kaupa á vef Forlagsins.

Ritdómar

Frétt uppfærð 17. júní 2012