Umsagnir um Fjarveruna

Úlfhildur Dagsdóttir skrifaði um daginn lofsamlegan dóm um Fjarveruna á bókmenntavef Borgarbókasafnsins, þar sem hún tengir á mjög skemmtilegan hátt þessa nýju skáldsögu Braga öðrum sögum hans, Gæludýrunum, Sendiherranum og Handritinu. Einnig virtist Fjarveran kveikja á ýmsu í huga Kolbrúnar Bergþórsdóttur (K.B.) og Friðriku Benónýs (F.B.) í Kiljunni 19. des. Hér eru nokkur dæmi úr umsögnum þeirra Úlfhildar, Kolbrúnar og Friðriku, auk einnar athugasemdar frá Agli Helgasyni (E.H.):

Úlfhildur Dagsóttir á bokmenntir.is

  • Fjarveran virðist snúast í eilífa hringi um eigið skott (Gæludýrasagan kemur fyrir, aftur og aftur, Est(h)terarnar tvær, endurtekna ónæðið í húsinu) án þess nokkurntíma að setjast niður. Sem slík stendur hún allmikið á skjön við þær tvær bókmenntagreinar sem eru hvað mest áberandi þessi árin, sögulegu skáldsöguna og glæpasöguna.
  • Allt þetta og miklu meira er að finna í hinni umfangsmiklu en látlausu Fjarveru. Að auki er bókin uppfull af undirfurðulegum húmor og kunnuglegum grátbroslegum vandræðagangi eins og þekkja má úr bestu bókum Braga, og Fjarveran kemur sér prýðilega fyrir í þeim áratuga langa gleðskap. (Ú.D.)

Kiljan 19. desember

  • Bragi er sá höfundur sem margir átta sig ekki á. (E.H.)
  • Hann veit hvað hann er að gera, hann kemur manni alltaf á óvart. (K.B.)
  • Óstjórnlega fyndinn höfundur. (K.B.)
  • Mjög vel heppnuð og skemmtileg bók. (K.B.)
  • Þetta er sjálfhverfa kynslóðin í aksjón. Hann vitnar eiginlega eingöngu í eigin verk. (F.B.)
  • Rosalega vel gert. (F.B.)
  • Skemmtilegasta bókin sem ég hef lesið á þessari vertíð. (F.B.)
  • Ég hló bara eins og vitleysingur. (F. B.)
  • Með skemmtilegri bókum. (K.B.)

Hægt er að skoða upptöku af þættinum á ruv.is en umfjöllun um bók Braga hefst á 39:45 mínútu.

The Absence: A new novel

Fjarveran bókakápa
The Absence (Fjarveran)

Ármann Valur Ármannsson is an Icelandic scholar and proof-reader. Most of his life he has read texts by other people but now, when he’s into his sixties, he has started to wonder if he should maybe focus on his own writing. The only published work by him is a 218 word text that his friend, the composer Markús Geirharður, set to music he wrote for a voice, strings, and radio waves. The work was published on a record but was not widely know, as it was a very progressive and unusual work of art. The text is also remarkable for the fact that possibly – in fact it is very likely – there is important information regarding an unsolved mystery with a disappearance, which happens to be the most famous case in Icelandic criminal history, the Case of Geirfinnur. Ármann wrote the text after eaves-dropping in on a conversation between two men in the restaurant/discotheque Klúbburinn in November 1974, two days before Geirfinnur disappeared. No-one aside from Ármann and Markús knows anything about the real meaning of the text, not even the singer who performed it on the recording. But important information is no longer exciting when it is out in the open. And who better to judge the importance of suspense than the proof-reader?