Ritdómur um bók Braga Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 4. desember. Gagnrýnandi blaðsins , Einar Falur Ingólfsson, fer afar lofsamlegum orðum um bókina og gefur henni fullt hús eða fimm stjörnur.
Í niðurlagi dómsins segir m.a.:
„Þessi bók með langa nafnið er án efa hápunkturinn á ferli sagnaskáldsins Braga Ólafssonar; meistaralega skrifuð og stórskemmtileg skáldsaga.“
Árni Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu, segir m.a. um bókina:
„Þessi bók Braga er undursamlegt meistaraverk“