Nákvæmlega sólarhringur í kvenleik Íslands og Þýskalands. Ég veit ég ætlaði í dag að afgreiða færslu sem upphaflega átti að birtast í gær (um hljómplötur sem ég fékk að gjöf frá Madrid), en dagarnir vilja stundum fara í annað en ætlað var, og stundum til góðs; og þannig hefur ræst úr þessum degi: hann hefur nýst í eitthvað mun þarfara en að segja frá notuðum hljómplötum frá höfuðborg Spánar. Meira um þær hljómplötur síðar (því nú er ég hættur að taka fram hvenær umfjöllunin muni eiga sér stað nákvæmlega – það stenst aldrei hjá mér). Ég á heldur ekki von á að skýrslan um fótboltaleik morgundagsins muni birtast sama dag og leikurinn fer fram; ég myndi giska á sunnudaginn, daginn eftir leikinn. En hér er svolítill „teaser“ fyrir færsluna um hljómplöturnar (svona bara til þess að einhver tónlist megi hljóma á föstudegi, síðasta degi ágústmánaðar):