„Og svo fór ég að hugsa.“ Það gerðist í Öskjuhlíðinni. Í hádeginu. Og mér datt í hug að láta þetta sem ég hugsaði enda á síðustu setningunni í bók Jónasar Reynis, Millilendingu, „Svo lagðist hann …“ osfrv. Frændi kæmi þar ekkert við sögu. En svo hugsaði ég meira. Maður stelur ekki frá yngri höfundi. Maður lánar honum. Og ef eitthvað er öruggt í þessum heimi, þá hefði ég ekkert haft á móti því að hafa lánað honum þessa síðustu setningu. En hann fattaði upp á henni sjálfur. Hér er svo tónlist dagsins, áður en María Dolores Pradera skellur á með öllum sínum þunga einhvern næstu daga – Old and new dreams (ekki flottasta hljómsveitarnafn í heimi, en samt):