Í nýlegum ritdómi um skáldsöguna Sögumann var ég ranglega sakaður um að hafa skrifað póstmóderníska bók. Held ég. Þegar ég heyrði – eða las – umsögnina, þá leið mér svolítið eins og glæpamanni (að minnsta kosti meintum glæpamanni), því mér varð hugsað til orða sem ég las fyrir stuttu (og ég held að sé óþarfi að vera að þýða): Modernism is about finding out how much you could get away with leaving out. Postmodernism is about how much you can get away with putting in. (John Lanchester: The Dept to Pleasure)