Gagnrýnandi vefmiðilsins Iceland Review, Eygló Svala Arnarsdóttir, er lítt hrifin af Sendiherranum í dómi sínum sem birtist á vefnum 10. janúar en bókin kom út í enskri þýðingu síðla árs 2010. Hún gefur henni falleinkunn eða 2 stjörnur af 5 mögulegum. Heldur þykir henni söguþráðurinn óspennandi og ekki síður aðalsöguhetjan Sturla Jónsson. Í dómnum segir m.a.:
“The main character of The Ambassador, poet Sturla Jón Jónsson, is not only unsympathetic but also uninteresting. His actions, his thoughts, the conversation he leads and the characters surrounding him did nothing but make me sleepy and had it not been for this column I would have given up on the book somewhere in the first chapters.”
Lesa má dóminn í heild sinni á vef Iceland Review.
Annar tónn hjá gagnrýnanda Grapevine
Í desember 2010 birtist einnig dómur um The Ambassador í Grapevine. Þar kveður við annan tón í ítarlegum dómi, sem er ritaður af Öldu Kravec. Gagnrýnandinn hrífst af Sturlu og öðrum karakterum í bókinni. Þar segir m.a.:
Lesa má dóminn í heild sinni á vef Grapevine.