14. nóvember 2018

Ég þekki fólk sem kaus Vinstri græna í síðustu alþingiskosningum. Þegar ég nefndi þessa staðreynd við frænda, þar sem hann var nýsestur í stólinn í stofuhorninu, fannst mér hann horfa á mig eins og Hector Salamanca, frændi Tucos Salamanca í Breaking Bad-seríunni (og Better Call Saul). Ég er auðvitað að ýkja; ég á heldur ekki við að svipurinn hafi verið eitthvað í líkingu við það þegar Hector var með plasttúburnar í nefinu, og lá eitthvað mjög mikið á hjarta án þess að geta komið því frá sér. Frændi er ekki þannig. Eflaust langaði hann til að segja eitthvað við mig, þegar ég nefndi þetta með kjósendur Vinstri grænna; en hann hafði vit á því að þegja. En varðandi þarsíðustu færslu mína, þá hafði ég ætlað mér að segja eitthvað um Halldór og Pujec – ég mundi líka eftir því að ég hafði gleymt að gera grein fyrir endanlegri niðurstöðu bókmenntagetraunarinnar (hinnar írsku) – ég mundi eftir því vegna þess að ég er að lesa svo skemmtilega írska bók í augnablikinu, norður-írska – en allt þetta verður að bíða um stund. Ég get ekki leyft mér að sinna frænda lengur að sinni, nú þegar klukkan er rétt gengin í tíu, og himinninn yfir Bláflöllum er orðinn á litinn eins og ljósið í salnum á efstu hæð Grand-hótelsins (í sjónlínunni við Bláfjöll).

13. nóvember 2018

Rufus á þriðjudegi. Damókles og Díónýsíus. Ég bíð og bíð eftir nýrri poppplötu frá poppséníinu (það eru komin sex ár frá þeirri síðustu), en hann sendir bara frá sér hverja óperuna á fætur annarri – að minnsta kosti eina óperu – á meðan hann á að vera að búa til poppplötur. En þessi sending til fólks með kosningarétt í Bandaríkjunum dugar í bili.

 

10. nóvember 2018

Rúm vika líður, og frændi hefur setið í stól sínum í horninu allan þann tíma, hlustað á Borodin-spóluna sína (úr Panasonic-tækinu sem hann eignaðist á Kanarí 1973), og … og hvað annað? Systkinabörnin hafa ekki látið sjá sig. Tvö þeirra fóru í útilegu með skólanum, og frænda dettur helst í hug að þau hafi neitað að koma aftur í bæinn. Hann hefur skilning á því. Og nú er laugardagsmorgunn, næstum hádegi. Sem hann situr í stólnum rekur hann augun í texta af blaði sem eitt barnabarna Halldórs (meira um hann síðar) kom með; en barnabarnið, Pujec (meira um hann síðar sömuleiðis), er að bera út Morgunblaðið í Hlíðunum; og það blað er einmitt blaðið sem frændi hefur fyrir framan sig á borðinu. Pujec fékk grænan Ópalpakka, hálfan, að launum fyrir blaðið. (Ég hefði látið hann hafa óopnaðan pakka, en frændi átti ekki svoleiðis. Líklega átti drengurinn þó ekki skilið nema hálfan pakkann, því tvo hluta blaðsins vantaði: íþróttakálfinn, og atvinnu- og fasteignaauglýsingarnar. Reyndar barnakálfinn líka. Samt ólíklegt að hann, Pujec, hafi sjálfur haft not fyrir atvinnu- og fasteignaauglýsingarnar, og þess vegna haldið honum eftir fyrir sig. En hvað veit maður?) Frændi hefur rekið augun í eftirfarandi orð í blaðinu:

Það er eitthvað mikið að í opinbera kerfinu á Íslandi og þá gildir einu, hvort um er að ræða ríki eða Reykjavíkurborg. Birtingarmyndir þessa vanda eru margar en þær sjást nær daglega í almennum fréttum af því, sem er að gerast í samfélaginu.

Og jafnvel þótt frændi sé á miðjum aldri, rúmlega það, undrast hann eitt atriði í þessum tveimur setningum sem hann hefur lesið. Hann slekkur á spólunni, og rýnir betur í textann. Hvað er með þessa kommusetningu? Hann veit hver er höfundur textans, það er tekið fram hver hann er, og ljósmynd höfð með til að taka af allan vafa; og hann þykist líka vita að höfundurinn, Styrmir Gunnarsson, flokkist sem hægrimaður í pólitískum skilningi (þótt tiltölulega nýlega hafi Styrmir notað orðið ógeð yfir starfshætti og hugarfar hægrimanna á Íslandi); en það sem frændi skilur alls ekki er staðsetning kommanna (greinarmerkjanna) í texta Styrmis. Af hverju er komma á eftir gildir einu í fyrri setningunni, en ekki eftir á Íslandi? Og sömuleiðis á eftir fréttum af því í seinni setningunni, en ekki eftir eru margar? Why? Frændi verður eitt spurningarmerki í framan. Og spyr sig líka þeirrar spurningar af hverju hann fór að hugsa um að Styrmir væri hægrimaður. Kemur það þessu eitthvað við? Er kommusetning Styrmis hægrisinnuð kommusetning? Frændi þykist vita að hún, kommusetningin í pistli Styrmis, sé að minnsta kosti íhaldssöm. Og næsta spurning hans er sú hvort hann sé hugsanlega sjálfur einhvers konar íhaldsmaður? Hann situr hérna í stólnum í horninu, tilbúinn að ýta aftur á play á kassettutækinu, og hefur borgað Pujec litla heilan (eða hálfan) Ópalpakka fyrir eintak af Morgunblaðinu (hálft eintak). Ætti hann ekki að vera að gera eitthvað annað? En í sjálfu sér er að hann að gera eitthvað annað; hann er að velta fyrir sér hinni einkennilegu kommusetningu Styrmis Gunnarssonar. Er ekki tilgangur kommusetningar sá að aðstoða þann sem les við lesturinn? Benda honum á hvar hikið í setningunni á (eða ætti) að vera? Það er engu líkara en að Styrmir sé að reyna að rugla lesandann í ríminu, að skemma fyrir honum lesturinn. Frændi ákveður að fara ekki lengra í pistlinum. Hann snýr sér að kassettutækinu og ýtir á play. Hann dettur beint inn í, lokahendingarnar í forleiknum, að Prins Igor og heldur áfram að hugsa, um setningar Styrmis, þegar aría Galitzkys, hefst. (Áhrifavaldurinn Styrmir. Skyldi Styrmir nota semíkommur? Og hvar ætli hann komi þeim fyrir í setningunni? Nei, líklega forðast Styrmir að nota semíkommur, því þeir sem nota þær eiga á hættu að vera kallaðir semíkommar. En frændi hefur ákveðið að lesa ekki lengra í pistli Styrmis, og þess vegna veit hann í raun ekki hvort semíkommur séu hluti af greinamerkjabúri Styrmis. Frændi er þrjóskur. Ef honum mislíkar eitthvað, þá snýr hann sér að öðru.) En það var búið að lofa því að segja eitthvað um Halldór og Pujec. Það var lofað því. En það verður að bíða betri tíma. Ekki það að stundin sem líður sé eitthvað verri tími en sá sem er óliðinn – en best að vera ekkert að hugsa um það.

2. nóvember 2018

Sögusvið Fjarverunnar: Hlemmur og nágrenni

Hér er texti af vef Ríkisútvarpsins, upphaf umsagnar um nýja ljóðabók Gerðar Kristnýjar, Sálumessu:

Steinunn Inga Óttarsdóttir skrifar:

Sálumessa er gamalkunnugt fyrirbæri úr kaþólsku allt frá 14. öld og reis líklega hæst í Evrópu á þeirri átjándu og nítjándu. Hún var sungin til að heiðra minningu ástvinar og stytta dvöl hans í hreinsunareldinum. Sálumessa tengist eðlilega fyrst og fremst tónlist, trúarbrögðum og kirkjulist en hún er ekki síður vettvangur bókmennta. Íslenskir höfundar eins og Gunnar Gunnarsson og Ari Trausti Guðmundsson hafa notað titilinn Sálumessa á skáldverk, Þorsteinn Antonsson, Eva Hauksdóttir og margir fleiri hafa ort ljóð með þessu þema og heiti. Að ógleymdum Esra Péturssyni, lækni, sem ritaði æviminningar sínar undir lok síðustu aldar og greindi þá frá kynlífssambandi sem hann átti við sjúkling og olli bók hans, Sálumessa syndara (1997), miklu hneyksli í samfélaginu öllu. (birt á vef Ríkisútvarpsins 2. nóv. 2018)

Frændi, sem situr úti í horni stofunnar og laumar upp í sig bláum Ópal (áður en börn systkina hans koma í heimsókn og hópast að honum í þeirri vissu að hann muni gauka að þeim nýjum, óuppteknum Ópalpakka), vill af þessu tilefni rifja upp enn einn sálumessutitilinn, þann sem hann þekkir best (fyrir utan sálumessur Mozarts og Verdis, og ljóð Önnu Akhmatovu). Frændanum finnst við hæfi að birta þetta ljóð á fyrsta föstudegi nóvembermánaðar, þegar borgaryfirvöld hvetja fólk til að „hvíla bílinn“, eins og það er orðað í útvarpinu, vegna mikillar svifryksmengunar (sem frændi ber sjálfur enga ábyrgð á, eða litla, þar sem hann notast eingöngu við leigubíl og strætó í sínum samgöngum, en ekki einkabíl). Ljóðið kemur úr bókinni Rómantískt andrúmsloft:

 

SÁLUMESSA

 

Þetta er ekki fyrir mig. Ég heyri

það alveg. En þetta er ekki í fyrsta skipti

sem ég reyni.

Á Háaleitisbrautinni

 

er þrjátíu kílómetra hámarkshraði.

Og græjurnar í bílnum

eru á vissan hátt betri

en græjurnar heima í stofu.

 

En þetta er ekki fyrir mig.

Ég heyri það. Og þess vegna

set ég í tækið hina tónlistina

sem ég kom með að heiman:

 

píanótríóin, hin efri:

the late piano trios.

En allt í einu,

þegar ég hef gengið frá messunni

 

inn í hulstrið, og tekið út úr hinu

tríóin með píanóinu,

ekur bíll í veg fyrir bílinn minn,

svo hratt að sögnin að aka

 

á engan veginn við. Hann

þeytist inn á götuna

eins og eitthvað hinum megin í borginni

þoli enga bið.

 

Og ég snarhemla.

Og það tekur mig svolitla stund

að jafna mig. Og ég bíð

með tríóin; ég bíð

 

á meðan stund sannleikans líður.

Það munaði engu. En þó því.

30. október 1879

Klassískar línur, ekki síst fyrsta setningin, sem hljómar eins og upphaf epískrar raunsæisskáldsögu frá þarsíðustu öld:

„Við og við vellur gröfturinn upp í formi frændhygli, innherjaviðskipta, skattaskjóla, auðvaldsdekurs, útlendingarandúðar eða skjaldborgar um ofbeldismenn. Þá verður VG í þeirri stöðu að verja samstarfsflokkinn og mörkin munu sífellt færast til í samstarfinu líkt og í ofbeldissambandi. Þetta verður eins og að éta skít í heilt kjörtímabil, ef stjórnin endist svo lengi. Með ákvörðuninni um stjórnarviðræður setti flokkinn niður, trúverðugleikinn laskaðist verulega og vinstrið á Íslandi mun eiga erfitt uppdráttar næstu árin og áratugina.“ (Drífa Snædal, nýkjörinn forseti ASÍ)

29. október 2018

Grunsamlega lítið heyrist frá álitsgjafanum Brynjari Níelssyni þessa dagana, nú þegar gósentíð ríkir fyrir álitsgjafa, með dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra og allt það – og auðvitað forsætisráðherra sem ber ábyrgð á ráðherrunum sem ég nefndi á undan honum. Ég hef því sjálfur ákveðið að gefa álit, ég sem aldrei geri svoleiðis. En áður en ég læt vaða ætla ég að birta svör sem mér bárust við spurningum mínum í getrauninni sem ég hafði um daginn, sem snerist um það hver hefði skrifað orðin um þorpið, og úr hvaða bók þessi texti kæmi. Fyrir þá sem muna ekki neitt ætla ég að endurbirta brotið úr bókinni (sem ég vil ítreka að er gefin út af Everyman´s Library í Ameríku):

It is an unlikely town, huddled, quiet, pretending to be asleep. Its streets are narrow, not quite self-evident as streets and with meetings which seem accidental. Small shops look closed but are open.

Nú. Og hver voru svörin? Vegna þess að þau voru öll röng mun ég ekki nefna nöfn þeirra sem giskuðu; ég vil ekki gera þeim það til minnkunar, og heldur ekki vegna þess að ég vil síður eiga það á hættu að þeir hunsi algerlega næstu getraun mína – ef það verður þá önnur getraun, því það er ekki laust við að ég sé pínu hvekktur yfir því hversu þátttakan í getrauninni um daginn var slök. En fyrsta svarið sem mér barst var þetta: Sherwood Anderson, Winesburg, Ohio. Svar númer tvö: Laurie Lee (sá sem mér er sagt að eigi orðin um að rassinn sé andlit konunnar – sem ég á samt bágt með að trúa), Cider with Rosie. Og þriðja og síðasta svarið: Fjodor Dostójevskí – engin sérstök bók tilgreind. Þetta er allt kolrangt. Eins rangt og það getur orðið. En takk fyrir svörin. Nú ímynda ég mér að einhver hugsi sem svo að með því að vera að rifja upp einhverja getraun sem allir voru búnir að gleyma (og jafnvel ég sjálfur, sá sem bjó hana til) sé ég að humma fram af mér að koma með álitið sem ég lofaði að gefa, það sem mér fannst að Brynjar Níelsson ætti að vera búinn að gefa okkur nú þegar; og nú verð ég líka að játa að þetta er einmitt það sem vakti fyrir mér. Ég ákvað að draga þessa gömlu getraun mína upp úr kistu gleymskunnar í þeim eina tilgangi að fría mig undan því að gefa álit. Ég hef ekkert að gefa í þá veru. En þar fyrir utan felst líka ákveðið álit í því að nefna starfsheiti ráðherranna þriggja sem ég nefndi. Ég held ég láti bara nægja hafa mynd. Og nú veit ég að einhver dæsir og hugsar með sjálfum sér að ég hafi oft áður birt þessa mynd. En aldrei er góð mynd of oft birt. Það er allt of oft sem hún er ekki birt:

24. október 2018 (aukafærsla)

Í tilefni dagsins: grein Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur í Kvennablaðinu:

https://kvennabladid.is/2018/10/24/kvennaverkfall-1975-kvennafri-2018/

„Hvers vegna eru konur í dag ekki að tala hærra um talnablindu ráðamanna þegar kemur að því að reikna öðrum en sjálfum sér og vinum sínum laun? Hvers vegna í ósköpunum eru konur ekki að mótmæla ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, konu í forréttindastöðu, forsætisráðherra Íslands, sem er eins og tuska í höndunum á Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra? Sér er nú hver fyrirmyndin fyrir stúlkur landsins. Hvað er fengið með því að hafa nú konu sem forsætisráðherra?“

24. október 2018

Tríó Chris Speed á að spila í Mengi, Óðinsgötu, 5. nóvember næstkomandi. Hér er upptaka með tríóinu:

Svo er mér sagt að fjallað verði um nýjustu skáldsögu Gyrðis Elíassonar í Kiljan í kvöld, Sorgarmarsinn, einhverja bestu og skemmtilegustu skáldsögu sem ég hef lesið lengi. Ég hélt fyrst að sú saga ætti að fjalla um mig, þar sem aðalpersóna hennar vinnur við auglýsingatextagerð (eins og ég gerði einu sinni), og er einhvers konar tónskáld eða tónlistarmaður (eins og ég þóttist einu sinni vera, áður en ég laug mig inn í auglýsingabransann); en ég veit ekki hvort ég hefði haft jafn gaman af sögunni og ég hafði hefði þetta verið raunin: að hún fjallaði um mig. En þetta er eitthvað sem er framundan, Chris Speed og Kiljansspjallið um Sorgarmarsinn. Á liðnum dögum hefur frændi frændans (moi) verið svo upptekinn í frístundum sínum við að horfa á myndir og leikrit, og lesa bækur, að ég gæti ælt, bara alveg eins og Jódínus Álfberg (Kiljans) gerði af því hann hafði of mikið af palísander inni á heimili sínu. Ég hafði ægilega gaman af Ellý í Borgarleikhúsi. Ég skemmti mér svo mikið að ég hefði getað ælt yfir leikhúsgestinn fyrir framan mig. En af því maður verður að finna að hlutunum – að minnsta kosti einum hlut – þá fannst mér algerlega ótækt að súperdægurlagið Vegir liggja til allra átta fengi ekki að fljóta með í sýningunni. Þátturinn um Vilhjálm bróður Ellýjar var mjög fínn í leikritinu – Vilhjálmur var smartur í Royal-búðingslitum leðurjakkanum – en það hefði mátt sleppa því að syngja lagið Söknuður. Það er ekki lag til að sakna úr svona fínni sýningu, og átti alls ekkert heima innan um alla hina tónlistina. En þá hef ég lokið kvörtunum mínum. Ég las Listamannalaun eftir Ólaf Gunnarsson. Sagan af Steinari Sigurjónssyni og áformum hans um að kaupa sér hjólhýsi (og taka bílpróf) er algert bíó. Og þá meina ég bíó, því það verður að gera kvikmynd upp úr þeirri sögu. Svo les ég Skáldsögu 11, bók 18 eftir Dag Solstad. Á ensku. Af þeim höfundum sem leyfa sér að láta áhrif frá Thomas Bernhard skína í gegnum textann sinn finnst mér Dag Solstad fara einna best með það. Og hvað hef ég gert fleira? Bók Arnar Ólafssonar um Guðberg Bergsson er furðulegur samsetningur. En það þarf ekki að þýða að hann sé vondur. Ég treysti mér ekki alveg til að dæma um það. En núna er ég búinn að tala allt of mikið um bækur (og ætla að láta staðar numið í því, áður en ég freistast til að láta lesendur vita hver er höfundur orðanna um þorpið (í getraun minni frá liðnum dögum), þar sem búðirnar litlu líta út fyrir að vera lokaðar, en eru opnar. Því enginn hefur reynt að geta upp á því. Bara enginn. Ekki nokkur maður). Og fyrst ég hef lokað á allt frekara bókaspjall, þá liggur auðvitað beint við að hafa músík; og fyrir valinu verður tónskáld vikunnar, Edgar Varèse. Ég eignaðist nefnilega nýlega gamla vínilplötu með útgáfum Roberts Craft á tónlist Varèse, þar sem Varèse sjálfur frumflytur sitt yndislega rafljóð, Poème Electronique; ég átti þetta áður í annarri nýrri útgáfu, en þessi útgáfa höfundarins, og öll Robert Craft-platan, fíraði svo mikið upp í mér að annað hefur ekki komist fyrir á spilaranum síðustu daga. Hér er Poème Electronique:

16. október 2018

Ef mér dytti í hug að mæla með einhverju sjónvarpsefni, á sama hátt og mér datt í hug í fyrradag að mæla með bók, reyndar án þess að gefa upp hver bókin var, þá myndi ég mæla með viðtali Egils Helgasonar (ég var næstum því búinn að skrifa Agls Helgasonar – og er núna búinn að því) við Lawrence Lessing í Silfri sunnudagsins sem var. Því á meðan ég sat og hlustaði á þennan Lessing tala varð mér hugsað til allra íslensku ungmennanna sem hefðu kosið Pírata, jafnvel Samfylkinguna, hefðu þau farið að kjósa í síðustu alþingiskosningum, í staðinn fyrir að kjósa ekki (og gefa þar með Vinstri grænum rýmra svigrúm til að búa til ríkisstjórn með sérhagsmunasamtökunum, eins og þeir síðan gerðu). En mér dettur samt ekki í hug að fara að mæla með einhverju sjónvarpsefni – á ég að vera að eyða tímanum í það? Eða hvað? Er ég ekki þegar búinn að láta mér detta það í hug? Og ætti ég ekki einmitt að mæla með því að þeir sem misstu af þessu fína viðtali við Lawrence Lessing ættu að horfa á það? Ég geri það hér með. En um síðustu helgi, á laugardeginum, fór ég á tónleika. Þeir voru haldnir í tónskóla í nágrenni heimilis míns, þar sem ungmenni af öllum stærðum og gerðum (jafnvel þjóðernum) léku á fiðlu og píanó. Og þá datt mér svolítið í hug. Ég fékk hugmynd. Ég hef margoft farið á svona tónleika; þeir eru yfirleitt um helgar, eftir hádegi; og oftar en ekki fæðast einhverjar furðulegar hugmyndir í höfði mínu á meðan ég horfi og hlusta á unga fólkið spila (það er eitthvað við „helgina“ sem ríkir á svona samkomum) – og þessar hugmyndir sem ég fæ eru stundum þannig að mér finnst ég þurfi endilega að nota þær í sögu eða leikrit. En svo gerist það reyndar sjaldnast – að ég noti þær. Fæstar hugmyndir sem maður fær öðlast annað notagildi en það að halda manni uppteknum á meðan þær verða til, og stundum jafnvel gleðja mann – sjaldnar að gera mann hryggan. En nú á laugardaginn, á píanó- og fiðlutónleikunum, vildi svo til að á meðan ég horfði og hlustaði á eitt barnið spila fékk ég þessa fínu hugmynd (að mér fannst), sem ég þóttist um leið vita að myndi nýtast mér sem efniviður. Hugmyndin kætti mig að minnsta kosti svo mikið að ég fór að brosa innra með mér, og síðan beinlínis að hlæja hið innra; og eins og stundum gerist – en samt ekki oft – var ekki nógu mikið pláss innan í mér fyrir hláturinn í huganum, þannig að hann varð fljótlega greinanlegur utan á mér, sem ekki var alveg nógu sniðugt, ekki á þessum stað og þessari stund, því auðvitað hefði mátt skilja á mér að ég væri að hlæja að einhverju sem fram fór þarna í tónleikasalnum, og nærtækast að líta svo á að mér fyndist eitthvað sérlega fyndið við það sem fram fór á sviðinu. Þannig að ég reyndi allt hvað ég gat til að halda niðri í mér hlátrinum. Það bara tókst ekki nógu vel. Hláturinn fór jafnvel að hljóma svolítið eins og grátur, eins og stundum gerist þegar maður reynir að kæfa niður hlátur. Og ég fékk illt augnaráð frá samferðafólki mínu, og meira að segja þau tilmæli að ég yrði að forða mér út úr salnum, ef ég héldi þessu áfram. En auðvitað vildi ég það síður – að yfirgefa salinn. Ég beitti mig því hörðu. Og hætti að hugsa um það sem mér hafði dottið í hug. En það var bara ekki hægt. Og svo fór að ég missti aftur út úr mér hláturinn. Og var aftur beðinn (af manneskjunni við hliðina á mér) vinsamlegast um að lauma mér burt, áður en fleira fólk í salnum færi að taka eftir þessu – áður en ég hreinlega springi úr hlátri. En til allrar hamingju auðnaðist mér að leiða hugann að einhverju allt öðru – og um leið og ég segi frá þessu, þá hvarflar að mér að viljastyrkur minn sé mun öflugri en ég hef hingað til talið hann vera. Að minnsta kosti fór þetta betur en á horfðist. Mér tókst að forða sjálfum mér frá því að verða mér til skammar. Barninu við píanóið tókst að ljúka við lagið sitt, án þess að fá á tilfinninguna að verið væri að hlæja að því (vona ég allavega); og ég – fíflið á þriðja bekk (af fjórum) – náði að sitja út tónleikana, svona nokkurn veginn svipbrigðalaus. En hvað segir þetta manni? Það er varasamt að fá hugmyndir. Maður á að vera einn, og út af fyrir sig, þegar eitthvað svoleiðis fer að gerast. En allt í lagi – ekki meira um þetta. Var ég ekki með einhverja getraun í fyrradag, hér á síðunni? Ég spurði hver hefði skrifað textann um þorpið, þar sem búðirnar litlu líta út fyrir að vera lokaðar, en eru opnar. Ég geri mér grein fyrir að hér á síðunni er ekki hægt að svara – það er einungis ég sem get sett inn texta eða myndir – en ég átti svona hálfpartinn von á því að einhver myndi hringja í mig, eða senda mér tölvupóst; mér fannst eins og flestir hlytu að vera spenntir fyrir því að freista gæfunnar með uppástungu. En það hefur enginn hringt í mig. Enginn sent mér tölvupóst. Að vísu hef ég ekki svarað í símann frá því ég „henti þessu út í kosmósið“, því ég vildi ekki bjóða upp á að hugsanlega yrði á tali þegar einhver hringdi; en öðru gegnir með tölvupóstinn: ég hef opnað hann nokkuð reglulega. Getraunin er því enn opin. Svarið liggur á lausu. Textinn býður eins og opinn faðmur, og hann mun umvefja þann sem nefnir rétt nafn á bók og höfundi.

14. október 2018

Ef mér dytti í hug að hafa einhvers konar bókmenntagetraun hér á síðunni myndi ég pikka inn eftirfarandi þrjár setningar, sem eru setningar númer tvö til fjögur í skáldsögu frá liðinni öld, og passa mig á að sleppa fyrstu setningu sögunnar, því hún gefur of sterklega til kynna hvað sagan heitir, og eftir hvern hún er – og ég myndi spyrja: úr hvaða sögu er þetta, og hver er höfundurinn? Ég veit svarið sjálfur (nei, er það?), því ég þreytist ekki á að lesa þessar fallegu myndir, sem mér finnast jafnvel minna svolítið skemmtilega á upphafið á Dauðum sálum Gogols – á ská, að minnsta kosti. Það vill reyndar svo til að ég á þessar tvær bækur í samskonar útgáfu frá Everyman´s Library. En nú er ég að gefa of mikið uppi – eins gott að ég er ekki að lofa einhverjum verðlaunum fyrir rétta svarið. En hvert eiga þeir að snúa sér, þeir sem telja sig vita það? Ég hafði ekki hugsað út í það. Ég bíð við símann. Passa mig á að svara ekki neinum símtölum næstu klukkustundirnar og dagana, til að ekki verði á tali þegar svarendur í getrauninni hringja. En hér eru setningarnar (og fyrir neðan þær ljósmynd frá bænum sem um ræðir – og nú fatta þetta allir; síminn hjá mér verður rauðglóandi):

It is an unlikely town, huddled, quiet, pretending to be asleep. Its streets are narrow, not quite self-evident as streets and with meetings which seem accidental. Small shops look closed but are open.

 

12. október 2018

Í tilefni af því að ég fer á leikritið um Ellý Vilhjálms eftir rúma viku, og líka vegna þess að núna er föstudagur, bara akkúrat núna – helgin framundan, allt lífið framundan, þannig lagað – ætla ég að spila lag með Frank Zappa. Þetta er af plötunni sem ég átti einu sinni (í unglingsherbergi mínu í Vesturbænum, á Hagamel 26) – og nú verð ég allt í einu óskaplega hryggur, því ég á þessa plötu ekki lengur, núna þegar ég hef eignast plötuspilara (aftur), og hef breytt herberginu mínu, skrifstofunni, í unglingsherbergi (með því að koma þar fyrir plötuspilaranum) – en þetta er gott lag, lagið um frændann; og ekki er verri athugasemdin sem Andres Lemoine birti fyrir einu ári um lagið, Uncle Remus, á youtube (hún sést reyndar ekki, athugasemdin, þegar lagið opnast hér á Frænda, og þess vegna pikka ég hana inn sjálfur) – en hún fjallar líka um tónlistarmanninn Frank Zappa (og nú verð ég að taka fram að ég hef ekki hugmynd um hver þessi Andres Lemoine er; hann er bara einhver gaur sem setur inn athugasemd á youtube): „Incredible, unsurpassed FZ. You are not dead, you just smell funky.“

11. október 2018

„To me Francis Bacon paints the ultimate picture of what´s going on in the world, mankind throwing up in a toilet with his naked derrière showing.“ (Patricia Highsmith um málverk Francis Bacon, Study Number 6, sem hún hafði á póstkorti á skrifborðinu sínu síðustu árin sem hún lifði)

7. október 2018

Nýtt lag frá Djúlíu Holter. Þar sem ég á sjálfur eftir að mynda mér skoðun á því – líka á því hvort maður þurfi að hafa skoðun á lagi, hvort maður láti það ekki bara hljóma, og hlaupi svo bara í burtu, léttur á fæti (einmitt vegna þess að maður burðast ekki með neina skoðun á laginu) – þá læt ég fylgja skoðanir annars fólk á þessu nýja lagi Djúlíu Holter (og les þær sjálfur, í þeirri von að þær megi verða til þess að ég myndi mér persónulega skoðun á laginu, eða komist að því endanlega að skoðun á svona lagi sé óþörf).

 Thursday, September 27th, 2018

Julia Holter – I Shall Love 2

 Joshua Minsoo Kim: Nearly a decade ago, Julia Holter released an album of quotidian but surprisingly intimate field recordings, one of which was an interpretation of a score by Michael Pisaro–the greatest composer of the 21st century, and someone who Holter studied under while attending CalArts. While she has collaborated with him on his records, Holter has never recorded music that felt obviously aligned with the post-Cagean philosophy and aesthetics of the Wandelweiser collective. She has, however, elucidated the importance of Pisaro’s lessons and experimental music workshops in providing a space for “listening and focus.” Holter described her upcoming album, Aviary, as a reflection on “how one responds to [the cacophony they experience daily] as a person — how one behaves, how one looks for love, for solace.” This song accomplishes exactly that through language reminiscent of classical texts and a delivery that demands listeners to consider its utility. The song is simply prefaced: “That is all, that is all. There is nothing else.” A matter-of-fact decree that renders the following statement as irrefutable truth: “I am in love.” Appropriately, the song spends most of its runtime in a calming trance-like meditation. There’s a thoughtfulness to the arrangement — the soft bed of synth pads, the otherworldly vocoder harmony, the soothing string section — and it helps to capture the subtle flutter and comforting security of finding a partner. The song eventually swells into a beautiful wall of noise that finds the titular line transforming in meaning and tone. “In all the humans there is something true/But do the angels say, do the angels say/I shall love?” she sings. What begins as an elevation of self beyond that of celestial beings becomes a therapeutic mantra of self-assurance — not “I shall love?” but “I shall love.” I’m drawn to Holter’s music  because her compositions and voice are always conduits for intentional listening. The result is deep contemplation, an invitation for listeners to see how the material used can lead to a better understanding of the material itself, or even one’s self. More than simple platitudes, “I Shall Love 2” calls for people to truly understand that they deserve love, even if it requires constant reminding. She models how to do just that, but gives another piece of sound advice: “Who cares what people say.”

[7]

Jacob Sujin Kuppermann: Julia Holter’s music often feels like it holds you at a distance, intentionally breaking from expectations and forms to artificialize its sound. On “I Shall Love 2,” she takes a simple concept — the overwhelming and universal nature of love — and treats it in a way that almost feels like an alien’s view of the concept, talking and singing through these questions and declarations of love as if it the first time she is handling them. But as the baroque-ish instrumentation of “I Shall Love 2” builds from a simple, almost-childlike ambient soundscape to a full, crashing chant of a song, Holter’s inhuman facade begins to melt away, leaving the song feeling like a personal revelation of a sort.

[7]

Kat Stevens: I’ve got a lot of admiration for Julia’s queasy strings but, with one or two exceptions, I’ve always found her songs hard to love. “I Shall Love 2” doesn’t have the immediate menace of “Horns Surrounding Me” or the feeling of stumbling around a maze where everyone is dressed as a Versailles courtier of “Feel You.” What it does conjure up is this image: a woman has escaped to a secluded forest glade for some peace and quiet, when a bird sets alight on her shoulder to tweet a little. Fine, she says. You can stay. But then a steady stream of bunnies and baby deer and pixies arrive to bother her with flowers and schmaltz until the woman finally cracks, crams her hands over her ears and tells them all to either shut up or fuck off. I sympathise, Julia, but I ain’t getting involved with your Bambi beef.

[6]

Alfred Soto: As a sonic experience, “I Shall Love 2” is a trip: a string arrangement accumulating power, cello, backup vocals shouting from a mountain peak to the heavens. I wish Julia Holter had chosen a less discreet vocal approach in the first minute, but she knows her track has surprises.

[7]

Tim de Reuse: Delightfully off-kilter, a little out of tune, unpredictable — It’s delighful to see an ocean of reverb put to use actually meshing together points of interest rather than filling space in its own right! A chant as direct like “I Shall Love” just wouldn’t have worked under a totally clean delivery; here, the finale achieves cathartic impact through the sweeping force of an awkward clutter.

[7]

Josh Love: Holter is a brilliant pop composer and it’s great to have the focus be on her music again after she bravely went public last year with the abuse she suffered while dating former Real Estate guitarist Matthew Mondanile. Admittedly, it’s hard not to hear elliptical lines like “I’m in love / What can I do…Who cares what people say?” without reflecting on Holter’s personal traumas but in the end what buoys this song are its wonderfully unorthodox orchestral melodies and the Velvet Underground-esque sense of spiritual deliverance embedded in the closing refrain, “I shall love.”

[7]

Vikram Joseph: The magical realist dreamscapes of Julia Holter’s songs are always compellingly strange. “I Shall Love 2” feels like waking up on a tropical shore, surrounded by fallen fruit and parakeets, but with the colour of the sky just odd enough to make you wonder if you might, in fact, still be dreaming. It’s a fitting space for a love song, delivered without irony or trepidation; maybe this is what it’s meant to feel like? Julia, dazed and blinded by the sun, wonders “what do the angels say?” and is answered by a celestial chorus; the song builds to a Deserter’s Songs-ish climax of swirling, entwining vocal parts, strings and brass, strands of the entire galaxy uniting in imperfect synchrony to celebrate her newfound love. I mean, sorry Julia, there’s no way this isn’t a dream.

[8]

Ramzi Awn: Listening to “I Shall Love 2” is a bit like discovering a new painting. Julia Holter pairs humor with sincerity in a dizzying arrangement that employs instruments as brushstrokes on a fresh canvas, ripe with possibility. Holter plays with the idea of voice as conductor, threading the different elements together with short, deliberate phrases and just the right timing.

[7]

Edward Okulicz: After listening to this on a loop, I really enjoy the “that is all, that is all” spoken intro as an outro before the song repeats. In fact, I might just edit the audio to make that change. Otherwise, “I Shall Love 2” is so meticulously arranged that I feel like there’s something wrong with me that it can’t hold my attention the whole of its running time, but the layering of vocals and strings — which are lovely but less involving by themselves at first — in the second half is impressive.

[6]

Ryo Miyauchi: Julia Holter’s left looking pale upon facing the song’s central epiphany, and what really pushes “I Shall Love 2” is her follow-up question: “what do I do?” It peels back how truly daunting it can be to get hit by the feeling when you least expect it, and how you’re never prepared to respond to love’s arrival. The creaking music, too, sighs and crashes on its knees as powerless as Holter. The final swirling of voices that declare her breakthrough to choose love despite its known terror, then, echoes with bravery.

[7]

Cédric Le Merrer: They sound like falling in love, these thousand voices pulling and pushing chaotically towards the same direction. The stomach dwelling butterflies. The social pressure of a million amatonormative songs and films and friends. Your feelings going so much faster than your thoughts. Your will drowned out. Your self tractor beamed like a cow by a flying saucer.

[8]

Rebecca A. Gowns: One layer isn’t enough, but as the song builds, it becomes more and more satisfying, like piling on thin sheets of butter and baking it until it becomes a croissant. What seems thin and threadbare at the beginning becomes transcendent. (Again, like a fresh croissant.)

[9]

4. október 2018

Ég hafði aldrei fyrr séð draug. Ég hafði reyndar að mestu verið laus við myrkfælni og átti það, eins og fleira gott, henni ömmu minni að þakka. Hún mun að vísu ekki hafa efazt um að draugar væru til, en í hennar augum voru þeir eins og hvert annað núll og nix, mér liggur við að segja að hún hafi haft á þeim hina megnustu fyrirlitningu.

„Enginn draugur getur verið svo merkilegur,“ sagði hún við mig, „að af honum þurfi að stafa nokkur hætta fyrir fólk eins og okkur, Nonni minn, sem treystum Guði.“

(Jónas Árnason: Syndin er lævís og lipur, stríðsminningar Jóns Kristófers)

Lag dagsins, Bike eftir Syd Barrett, í flutningi Pink Floyd, endar á sama hátt og bíómynd Antonionis, L´Eclisse:

Nú þarf bara að finna skáldsögu sem endar á sama hátt og bæði L´Eclisse og Bike.

29. september 2018

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er ekki frændi minn. Og heldur ekki frændinn í yfirskrift þessa bloggs. Hann er „úrilli frændinn í barnaherberginu sem situr úti í horni og afneitar tungllendingunni …“ (Sif Sigmarsdóttir, Fbl. 29. september 2018) Eins og frændinn í færslu gærdagsins hér á Frændanum situr Hannes Hólmsteinn úti í horni, en ekki í stofunni heldur barnaherberginu; og þeir hafast svo sannarlega ólíkt að, Hannes og frændinn á Frændanum: á meðan frændinn í færslu gærdagsins hlustar á Borodin og lygnir aftur augum (og nælir sér í Ópal úr jakkavasanum), kennir Hannes Hólmsteinn útlendingum um það sem illa fer á Íslandi (ef ég skil Sif Sigmarsdóttur rétt); hann „kvartar yfir að það sé ekki nógu mikill sykur á pönnukökunum“, og hann úthúðar Samfylkingunni á latínu: „Carthago delenda est.“ Ég er sjálfur ekki sleipur í latínu, en þarna er Hannes víst að segja Samfylkingunni til syndanna. Og alveg ástæða til að nota latínu í þeim tilgangi, því ekki virðist Samfylkingin skilja íslensku. Þetta þýðir víst „Niður með Samfylkinguna“, segir Sif. En hvað um það. Ég sit sjálfur úti í horni minnar stofu (reyndar skrifstofu) á þessum laugardegi í lok september, og endurtek með sjálfum mér þau orð sem ég lét falla í fyrradag, að það sé löngu kominn tími til að einhver semji leikrit um Hannes Hólmstein Gissurarson. Fjármálaráðherra, sá sem pantaði af Hannesi skýrsluna um Hrunið og Davíð Oddsson, myndi alveg rúmast fyrir í því leikriti líka. Ég veit að einhver á eftir að koma með þá hugmynd að sjálfur Davíð Oddsson taki að sér að skrifa leikritið, því hann sé skáld og rithöfundur og allt það, meira að segja ritstjóri (þannig að hann gæti líka ritstýrt leikritaskrifunum), en ég held að menntamálaráðuneytið ætti frekar að leita út fyrir landsteinana til að finna rétta leikskáldið. Helst til Englands.

28. september 2018

Herra Ó segir að ég eigi að skrifa endurminningar mínar. En herra B, sem er ég, segir að það sé alger vitleysa. Ég myndi ekki muna neitt ef ég reyndi. Fyrir utan að ég hef ekki lifað neitt sem gæti komið öðrum að gagni með því að lesa um það. Svo hættum við Ó að tala um þetta. Og nú er það gleymt. Þetta er heldur ekki það sem ég ætlaði að gera að umtalsefni á föstudegi. Ég hef nefnilega verið að hlusta á músík; músík sem frændi hefur oftar en einu sinni sett á fóninn undanfarna daga, hún er eftir Rússann Alexander Borodin. Frekar að skrifa endurminningar hans, segi ég. Borodin var efnafræðingur sem skrifaði tónlist í frístundum sínum, á meðan ég – svo ég nefni bara einhvern af handahófi til að bera saman við Borodin – hef atvinnu af því að skrifa (samt ekki tónlist), og sinni efnafræðinni einungis eftir vinnu. Þessi plata sem frændi hefur verið að hlusta á kemur úr stórum kassa frá Deutsche Gramophone, sem honum áskotnaðist í gegnum ákveðin fjölskyldutengsl fyrir mörgum árum – reyndar óþarfi að hafa fleiri orð um það (og óþarfi að hafa um það nokkur orð; þetta var í raun alger útúrdúr, og ég varla byrjaður að segja frá því sem ég ætlaði að segja frá). En allavega. Það er ekki hið undursamlega tónaljóð Borodins, Á steppum Mið-Asíu, sem hann, frændi, hefur verið að hlusta á (á milli þess sem hann hefur gaukað að börnunum í fjölskyldunni rauðum og bláum ópalpökkum – og líka á meðan – hann gerir það alltaf þegar hann kemur í heimsókn – og óþarfi að láta sér detta í hug að hann geri það í þeim eina tilgangi að kaupa sér vinsældir). Og á meðan hann hlustar á tónlistina lygnir hann aftur augum, og ég hef jafnvel séð hann laumast með hendina í jakkavasann, til að ná sér í Ópal, því hann er alltaf með einn pakka á sér sjálfur; hann kaupir hann eflaust í sömu ferð og hann kaupir pakkana fyrir börnin. En þá að mér. Þangað til fyrir tveimur dögum var Á steppum Mið-Asíu eina tónlistin sem ég þekkti eftir Borodin; ég hlustaði oft á Steppuljóðið með gömlum vini mínum einu sinni; sá átti miklu meira af klassískri tónlist en ég – ætli við höfum ekki verið um tvítugt þegar þetta var. En eins og ég sagði, þá var það ekki Á steppum Mið-Asíu sem frændi hefur verið að hlusta á inni í stofu. Þegar ég heilsaði upp á hann núna í fyrradag, þar sem hann sat í stólnum inni í stofuhorninu (og lygndi aftur augum, og stakk upp í sig Ópal, osfrv.), spurði ég hann hvað þetta væri sem hann var að hlusta á, og hann sagði mér að þetta væri fyrsti strengjakvartett efnafræðingsins, númer eitt. „Hljómar vel,“ sagði ég; og frændi svaraði: „Bíddu bara þangað til þú heyrir númer tvö.“ Og núna er ég búinn að hlusta á númer tvö. Hvernig frændi sagði mér frá honum gerði mig spenntan. Og ég komst að því að ég þekkti einn kaflann úr þeim kvartetti, þinn fræga þriðja kafla, Notturno. Það þekkja allir þá tónlist. Þannig að það var ekki bara Á steppum Mið-Asíu sem ég þekkti eftir Borodin, heldur líka Notturno-kaflann úr öðrum strengjakvartetti hans – ég bara vissi ekki að sú tónlist væri eftir Borodin. En nú má reyndar segja að það sé komið að því sem ég ætlaði að tala um á þessum föstudegi. Ég fór nefnilega á youtube, og fletti upp á Borodin, og hlustaði á hitt og þetta, mér til mikillar ánægju. Svo fór ég á amazon, hið breska, til að kíkja hvað væri þar í boði með tónlist Borodins; og skoðaði meðal annars þriggja geisladiska box frá Brilliant-útgáfunni með kammermúsík efnafræðingsins rússneska. Mig langaði mjög mikið til að eignast þann kassa – en hef ekki látið eftir mér að panta hann. (Ég þori eiginlega ekki lengur að panta vörur frá útlöndum, eftir að lenti í „bleytimeðferð“ hjá Póstinum fyrir nokkrum vikum – en meira um það síðar.) Nú, en svo er ekki meira með það. Það sem meðal annars vakti athygli mína þegar ég skoðaði upplýsingarnar utan á kammermúsíkkassanum á amazon, var hversu margir nafnar Alexanders (Borodins) komu að flutningi tónlistarinnar. Það voru ekki bara tveir eða þrír „Alexanderar“, heldur mun fleiri. Ég held ég hafi aldrei séð jafnmarga Alexandera samankomna á jafnlitlum fleti og utan á CD-boxinu. Ég verð reyndar að afsaka mig núna: ég hef ekki meiri tíma til að vera að velta þessu fyrir mér í augnablikinu, ég þarf að fara út í búð; en ég ætla að líma þessar upplýsingar (sem ég náði í annars staðar á netinu, ekki á amazon) hér inn í færsluna, til glöggvunar þeim sem ef til vill trúa því ekki að það hafi verið fleiri en tveir eða þrír Alexanderar sem spiluðu músík nafna síns í kammerboxinu. Ég er ekki góður að telja, en mér sýnist þeir vera átta talsins:

 

Cello – Alexander Gotthelf (tracks: 2.5 to 2.8, 3.1, 3.2)

Cello [Moscow Trio] – Mikhail Utkin (tracks: 3.6 to 3.8)

  • Composed By– Alexander Borodin
  • Ensemble– Moscow Trio* (tracks: 3.6 to 3.8), Moscow String Quartet (tracks: 1.1 to 2.9)
  • Liner Notes– Malcolm MacDonald
  • Piano– Alexander Mndoiantz (tracks: 1.5 to 1.7)
  • Piano [Moscow Trio]– Alexander Bonduriansky (tracks: 3.6 to 3.8)
  • Viola– Alexander Bobrovsky (tracks: 3.1, 3.2)
  • Viola [Moscow String Quartet]– Igor Suliga (tracks: 1.1 to 3.2)
  • Violin– Alexander Polonsky (tracks: 3.1 to 3.5)
  • Violin [Moscow String Quartet]– Alexander Detisov (tracks: 1.1 to 3.5), Alexander Gelfat (tracks: 1.1 to 2.9), Alexander Osokin (tracks: 1.1 to 3.5)

27. september 2018

Mér finnst absólút að einhver eigi að skrifa leikrit um Hannes Hólmstein Gissurarson. Ég er með hugmynd að tónlist sem gæti virkað sem leikmynd: