Rétt í augnablikinu líður mér eins og „Valhalla“-samtökin við Háaleitisbraut 1 séu lamin utan undir á hverjum einasta degi, af fólki sem ekki vill láta tengja sig við samtökin og ofbýður hvernig þau hegða sér, hvort sem er í Vestmannaeyjum eða annars staðar á landinu (eða á öðrum eyjum en Vestmannaeyjum, ef út í það er farið). Og það er góð tilfinning, að sjá hagsmunasamtökin löðrunguð. Hér er einn löðrungur í viðbót. Mig langar helst af því tilefni að vitna í eitthvert sérvalið ljóð eftir Dag eða einhvern, en læt nægja að láta fylgja mynd frá Lenínsafninu í Tampere, Finnlandi.
(Einhverra hluta vegna heppnaðist myndbirtingin ekki. Í stað Tampere-myndarinnar, sem ég tók sjálfur, set ég því myndina af fráfarandi forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og Ratzinger páfa, en hana tók ég ekki sjálfur, þótt ég feginn vildi hafa gert.)