Bobby Hutcherson er dáinn. Ég ætlaði að segja frá því fyrir nokkrum dögum, því þetta gerðist núna um daginn, en ég hef bara verið svo upptekinn. Ég hef aldrei þekkt jafn upptekinn mann og mig núna síðustu daga. Ég var líka rétt í þessu að fá sjóðheitar fréttir úr íslenskum bókaútgáfuheimi, reyndar svo heitar að ég er að hugsa um að láta þær kólna aðeins áður en ég sendi þær út í loftið. Þessar fréttir varða Das Verlag við Bræðraborgarstíg. Ég kem kannski með þær eftir nokkra daga, þegar fólk verður búið að átta sig á þeim. En þangað til er við hæfi að setja á fóninn hljóðritun með Bobby Hutcherson – Bobby Hutcherson er alltaf við hæfi:
En þegar maður minnist á Bobby Hutcherson, þá verður ekki hjá því komist að láta eftirfarandi fylgja með. Á mínútu 5.52 hefst eitt fallegasta sóló jazzsögunnar (svo ég gerist ögn hátíðlegur):