1. september 2016

Kominn nýr mánuður, og rúm vika liðin frá síðustu færslu. Kafli á viku (eins og yfirskriftin var um tíma) dugir ekki einu sinni sem afsökun fyrir svona lélegum afköstum. Og ekki ætla ég að fara að vitna í The Beatles. En þegar líf og starf kemur í veg fyrir að maður geti sinnt svona tómstundaiðju (að setja færslur á vefinn), þá hlýtur eitthvað gott að vera að gerast í lífi og starfi. Ég held ég ljúki þessari áttundadagsfærslu á þeim nótum. Og bæti við nokkrum píanónótum frá John Cage – að vísu breyttum píanónótum – bara til að hafa einhverja myndskreytingu: