Bara til að láta mig sjálfan vita að ég sé á lífi. Þetta er annars falleg dagsetning. Heil vika undirlögð af flutningum úr 101 í 105, frá gamla kirkjugarðinum yfir í Mordor Reykjavíkur. Ég lít í anda núliðna tíð. Og horfi til turna Stýrimannaskólans, Háteigskirkju og Hallgrímskirkju – og til Bláfjalla. Í huganum horfi ég aftur á móti til Vatíkansins, og af því ræðst myndefni dagsins (eða öllu heldur vikunnar, því Kafli á dag, dagsins í dag, er í raun Kafli á viku).