40 ár síðan Elvis dó. Og sirka jafn langt síðan David Bowie gaf út „Heroes“. Og 40 ár sömuleiðis liðin frá pönksumrinu í London. Fyrst þetta er orðin ein allsherjar tónlistarfærsla, þá er ekki úr vegi að rifja upp nokkur orð úr jazzgagnrýni Fréttablaðsins frá því í morgun: „Ef finna má að einhverju er það helst skortur á ljóðrænu. Lítið var um djass af þeirri gerðinni sem ljúft er að hafa á fóninum yfir kvöldmatnum.“ Ég hafði verið að hugsa um að láta fylgja þessari færslu tóndæmi frá Elvis eða Sex Pistols, en nú finnst mér einhvern veginn meira við hæfi að velja eitthvað sem tengist upprifjun minni á jazzgagnrýni morgunsins í Fréttablaðinu (fyrst sú upprifjun kom á eftir spjallinu um Elvis og pönksumarið 1977), eitthvað sem gæti líka nýst sem tónlist til að láta fylgja kvöldverði dagsins. Mér datt fyrst í hug John Zorn, en ákvað síðan að hafa það Albert Ayler: